Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Segja Guðmund á förum frá Melsungen

Mynd með færslu
 Mynd: Alibek Käsler - Melsungen

Segja Guðmund á förum frá Melsungen

17.09.2021 - 20:07
Vefsíðan Handballeaks á Instagram greinir frá því í kvöld að Guðmundur Þór Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, sé á förum frá þýska úrvalsdeildarliðinu MT Melsungen.

Handbolti.is greindi fyrstur frá. 

Samkvæmt heimildum Handballeaks tekur ákvörðunin gildi strax og þá á hinn sænski Robert Hedin að vera arftaki Guðmundar hjá liðinu Ekkert hefur þó verið staðfest af liðinu sjálfu. Guðmundur hefur þjálfað Melsungen frá því snemma árs 2020 og kom liðinu í úrslit þýsku bikarkeppninnar í vor þar sem að úrslitaleikurinn tapaðist. Þrjár umferðir hafa verið spilaðar í deildinni, liðið gerði jafntefli við Lemgo og tapaði fyrir Kiel og Füchse Berlin. 

Þrír Íslendingar eru samningsbundnir liðinu, þeir Alexander Peterson, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson.