Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ráðherrar segja af sér í Hollandi

17.09.2021 - 15:57
Erlent · Afganistan · Asía · Holland · Evrópa · Stjórnmál
FILE - In this Thursday, Sept. 2, 2021 file photo, Dutch Defense Ank Bijleveld smiles while speaking with European Union foreign policy chief Josep Borrell prior to a group photo at a meeting of EU defense ministers at the Brdo Congress Center in Kranj, Slovenia. The Dutch defense minister quit Friday Sept. 17, 2021, a day after parliament passed a motion of censure against her for her handling of chaotic evacuations from Kabul of translators who worked for Dutch forces in Afghanistan. (AP Photo/Darko Bandic, File)
Ank Bijleveld. Mynd: AP
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Hollands hafa sagt af sér vegna mistaka sem gerð voru þegar hollenska herliðið var flutt frá Afganistan á dögunum. Margir afganskir túlkar og aðrir starfsmenn hersins urðu eftir þegar flugvöllurinn í Kabúl lokaðist. 
Stjórnarandstæðingar og jafnvel stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt hana harðlega fyrir mistök og aðgerðaleysi síðustu dagana áður en talibanar tóku völdin í Afganistan. Í gær samþykkti hollenska þingið með 78 atkvæðum gegn 72 að lýsa yfir vantrausti á Sigrid Kaag utanríkisráðherra vegna málsins. Hún tilkynnti afsögn sína í gærkvöld. Í dag var svo komið að Ank Bijleveld, varnarmálaráðherra. Hún kvaddi sér hljóðs á þingi í dag, þar sem hún sagðist hafa ætlað að sitja áfram þrátt fyrir andbyr og ljúka því verki sem henni hefði verið falið - en henni væri nú orðið ljóst að hún hefði ekki lengur það traust sem hún þyrfti. Því hefði hún tilkynnt leiðtoga flokks síns og forsætisráðherranum að hún ætlaði að óska eftir því við Hollandskonung að leysa hana undan starfsskyldum sínum.  Á fréttavef hollenska dagblaðsins Telegraaf kemur fram að Ferd Grapperhaus dómsmálaráðherra taki við varnarmálaráðuneytinu til bráðabirgða.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV