Lægð úr suðvestri á laugardag

17.09.2021 - 07:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Veðurstofan spáir vestan- og norðvestangolu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan. Þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig yfir daginn, hlýjast austantil.

Von er á lægð úr suðvestri á laugardag með austanátt og rigningu sunnan- og vestantil, en úrkomulítið verður á Norðausturlandi.

Á sunnudag má svo búast við suðvestlægri átt með skúraveðri, en aftur verður úrkomulítið norðaustantil. Hiti verður á bilinu 8 til 14 stig, svalast á Vestfjörðum. Styttir ekki upp fyrr en síðdegis á laugardag, fyrst á sunnanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast á Austfjörðum.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV