Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Handtekinn eftir líkamsárás í sóttvarnahúsi

17.09.2021 - 06:52
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Maður í „mjög annarlegu ástandi“ var handtekinn í sóttvarnarhúsi í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignarspjöll og brot á sóttvarnarlögum. Maðurinn, sem er smitaður af COVID-19, var vistaður í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Að minnsta kosti tveir aðrir voru handteknir í nótt. Annar í Kópavogi, vegna ráns og fyrir að stela bíl, og hinn fyrir að brjótast inn í skóla í miðbæ Reykjavíkur. 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í þrjú útköll síðasta sólarhringinn vegna viðvörunarkerfa, öll voru minniháttar og auðleyst. Slökkviliðið var auk þess kallað út í 105 sjúkraflutninga, 17 þeirra tengdir COVID-19. 

 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV