Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Guns´n Roses - Use Your Illusion I

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Guns´n Roses - Use Your Illusion I

17.09.2021 - 15:43

Höfundar

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Guns´n Roses platan Use your Illusion sem kom út þennan dag árið 1991, fyrir 30 árum sléttum. 

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.      

Use Your Illusion I kom út sama dag og systurplatan; Use Your Illusion II og þetta þótti dálítið merkilegt á sínum tíma. Aðdáendur Guns´n Roses biðu í ofvæni eftir þessum plötum enda bandið þarna á hátindi frægðar sinnar. Og svo kom þessi líka svakalegi pakki – tvær plötur (diskar) stútfullar af músík. 16 lög á Use Your Illusion I og 14 á númer II. 30 lög í það heila. 

Use Your Illusion I fór hæst í annað sæti Bandaríska vinsældalistans en hin platan fór alla leið á toppinn. Plöturnar seldust báðar gríðarlega vel og hafa í dag selst í meira en sjöfaldri platínu.  

Use Your Illusion I var tilnefnd til Grammy verðlauna 1992 í flokknum Best Hard Rock Performance ásamt Moneytalks með AC/DC, Man in The Box með Alice in Chains og For Unlawful Carnal Knowledge með Van Halen sem hlaut verðlaunin, sem hljómar eins og brandari í dag. Það man enginn eftir þeirri plötu. 

Á Use You Illusion plötunum var Guns´n Roses orðið sex manna band. Matt Sorum sem áður var í Cult var tekinn við trommukjuðunum af Steven Adler sem var rekinn úr hljómsveitinni fyrir sukk, og hljómborðsleikarinn Dizzy Reed hafði bæst í hópinn. 

Það er sama harða rokkið á Use Your Illusion plötunum og var á Appetite for Destruction, en þeir voru líka óhræddir við að feta nýjar slóðir og á plötunum er blús, pönkrokk og stórar píanóballöður í bland við klassískt þungarokkið. 

Lagalisti: 
Nykur - Stóra stundin er runnin upp
Dimma - Nætursól
Guns´n Roses - Live and let die (plata Þáttarins)
The Darkness - Nobody can see me cry
Queen - Bicycle race
Ten Years After - Love like a man
Rolling Stones - Star star
SÍMATÍMI
Guns´n Roses - Don´t cry (plata Þáttarins)
EGÓ - Mescalin (óskalag)
The Doors - LA Woman
AC/DC - Moneytalks
Alice in Chains - Man in the box
Jerry Cantrell - Brighten
Van Halen - Right now
Uriah Heep - Easy livin (óskalag)
Mastadon - Pushing the tides
Dimma - Andvaka (óskalag)
Guns´n Roses - November rain (plata Þáttarins)
Amyl and the sniffers - Hertz
Killing Joke - Euphoria
Vintage Caravan - Whispers (óskalag)
Status Quo - Pictures of matchstick men (óskalag)
Rory Gallagher - Bad penny (óskalag)
Iron Maiden - Writing on the wall
 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Kings of Leon - Youth and Young Manhood

Popptónlist

Rolling Stones - Tattoo You

Popptónlist

Robert Plant - Mighty Rearranger

Popptónlist

Iron Maiden - Dance of Death