Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Áberandi hraunstraumur við Fagradalsfjall

17.09.2021 - 12:07
Mynd: Rúnar Ingi Garðarsson / RÚV
Hraunstraumur er enn nokkur frá eldgosinu við Fagradalsfjall og hefur verið frá því í gærkvöld. Hluti varnargarðsins í Nátthagakrika fór undir hraun í gærkvöld en það er ekki farið að flæða í átt að Grindavík.

Mikill órói mælist enn á óróamælum Veðurstofunnar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. 

„Það er þessi púlsavirkni í gosinu,“ segir hún en þá er átt við sýnilega gosstróka.

„Það er náttúrulega gríðarlega mikil hætta, það er frekar bratt þarna niður og hranið mun líklega streyma mjög hratt niður í Nátthagakrika þannig að við brýnum bara fyrir fólki að halda sig frá gönguleið A og Nátthagakrika,“ segir Hulda Rós. 

Rúnar Ingi Garðarsson tökumaður RÚV fór upp að eldgosinu í gærkvöld og náði myndunum sem fylgja fréttinni. Hægt er að horfa á myndskeiðið í spilaranum hér fyrir ofan. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV