Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

25 smit innanlands í gær

17.09.2021 - 11:02
Mynd með færslu
 Mynd: Hjalti Þórarinsson - RÚV
Tuttugu og fimm kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þrettán þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum. Níu COVID-sjúklingar liggja á Landspítala, þar af tvö börn. Á bráðalegudeildum spítalans eru sjö, tveir sjúklingar liggja á gjörgæslu og báðir í öndunarvél.

Í gær var greint frá því að tveggja ára barn hefði verið lagt inn á gjörgæsludeild eftir að hafa fengið lungnabólgu af völdum COVID-sýkingar. Hann losnaði af gjörgæslu síðar í gær og var fluttur á almenna deild á Barnaspítalanaum. Þar liggur líka unglingsdrengur, einnig vegna fylgikvilla COVID-sýkingar. Sá var hálfbólusettur.