Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Undanúrslit bikarsins á RÚV 2 í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski - RÚV

Undanúrslit bikarsins á RÚV 2 í kvöld

16.09.2021 - 09:29
Leikið verður til undanúrslita í bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld. Annars vegar mætast Njarðvík og ÍR og hins vegar Stjarnan og Tindastóll.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV 2. Njarðvík vann Hauka sannfærandi í átta liða úrslitum 93-61 og ÍR sömuleiðis þegar liðið vann Sindra 66-91.

Stjarnan mætti Grindavík í átta liða úrslitunum og vann með 11 stiga mun 92-81 og Tindastóll var sömuleiðis sannfærandi gegn sterku liði Keflavíkur 84-67.

Leikið verður til úrslita í bikarkeppni kvenna og karla á laugardaginn kemur og verða báðir leikirnir í beinni á RÚV 2.

Leikir kvöldsins:
18:00 Njarðvík-ÍR RÚV 2
20:00 Stjarnan-Tindastóll RÚV 2