Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rúta festist í Akstaðaá

Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg - RÚV
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag þegar rúta festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í rútunni voru 32 farþegar og gekk vel að koma þeim í land að sögn upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Rútunni hefur einnig verið komið í land til þess að koma í veg fyrir mögulegt mengunarslys.

Ólöf Rún Erlendsdóttir