Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hádegisfréttir: Geðheilbrigðismál í ólestri

16.09.2021 - 12:12
Yfirlæknir á BUGL segir að geðheilbrigðismál barna og ungmenna hafi verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld virðist lítinn áhuga hafa á að bæta þar úr. Það hafi verið erfitt að hlusta á frásagnir foreldra barna sem bíða meðferðar við átröskun.

Tveggja ára barn liggur á gjörgæslu Landspítalans með COVID-19. Tvö börn liggja á spítalanum með COVID-19, þau fyrstu frá upphafi faraldursins. 

Kínverjar fordæma samkomulag Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna um aukið hernaðarsamstarf á Kyrrahafs-Asíusvæðinu. Það felur meðal annars í sér að ástralski herinn fær afnot af kjarnorkuknúnum kafbátum.

Oddviti minnihlutans í borgarstjórn segir ábyrgð á mygluskemmdum í jarðgerðastöðinni GAJU liggja hjá meirihlutanum í borginni. Forstjóri Límtrés-Vírnets hafnar því að límtré sé orsök myglunnar. 

Eldgosið í Geldingadölum hefur nú staðið lengur en gosið í Holuhrauni. Þar með er það orðið langlífasta gos 21. aldarinnar. Gosið er þó mun minna af umfangi en Holuhraunsgosið. 

Forsetinn ætlar að kalla ráðsmann sinn úr fríi til að gera vörutalningu í vínkjallaranum á Bessastöðum, eftir að ásakanir komu fram um að vín hefði horfið þaðan.

Bringubeinsbrot eru talin algeng í íslenskum varphænum. Brotin  verða vegna of mikillar eggjaframleiðslu, árekstra í húsnæði og jafnvel þegar litlar hænur verpi of stórum eggjum.

Hádegisfréttir verða sagðar klukkan 12.20.
 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV