Aðgerðasinnar í Hong Kong dæmdir til fangavistar

15.09.2021 - 06:39
epa08030113 An officer from a bomb disposal unit searches the campus of Hong Kong Polytechnic University in Hong Kong, China, 28 November 2019. Police and firefighters entered the besieged university to remove dangerous items on 28 November. Hong Kong is in its sixth month of mass protests, which were originally triggered by a now withdrawn extradition bill, and have since turned into a wider pro-democracy movement.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
Sprengjusérfræðingur lögreglu við Tækniháskólann í Hong Kong. Mynd: EPA-EFE - EPA
Níu gamalreyndir aðgerðarsinnar í Hong Kong voru í morgun dæmdir sex til tíu mánaða fangavistar í morgun fyrir andóf gegn kínverskum stjórnvöldum. Þrír aðrir fengu skilorðsbundna dóma.

Fólkið var ákært fyrir að hafa safnast ólöglega saman með það í huga að hvetja aðra til mótmæla gegn stjórnvöldum í Kína. Lögregla leysti upp samkomu fólksins 4. júní í fyrra og alls voru 26 ákærð fyrir athæfið.

Andófsfólkið var handtekið í safni í Hong Kong sem helgað er minningu atburðanna á Tianamen-torg í Beijing 4. júní árið 1989 þegar kínversk stjórnvöld kæfðu af hörku niður mótmæli stúdenta.

Íbúar Hong Kong hafa minnst atburðanna ár hvert uns þeim var bannað það fyrir tveimur árum, að sögn vegna kórónuveirufaraldurins og öðrum öryggisástæðum. 

Þúsundir höfðu bann yfirvalda að engu og söfnuðust saman umhverfis Viktoríu-torg. Skömmu eftir að það gerðist í fyrrasumar tóku afar umdeild öryggislög gildi í Hong Kong sem heimila yfirvöldum að taka hart á öllum brotum gegn valdstjórninni.