26 smit greindust í gær

15.09.2021 - 10:52
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
26 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þau voru 29 í fyrradag. Hlutfall milli bólusettra og óbólusettra í gær var jafnt. Átján voru í sóttkví við greiningu en átta utan sóttkvíar.

Nú eru 773 í sóttkví og fækkar nokkuð milli daga. Einnig fækkar í einangrun, en nú eru 336 með virkt smit. Enn eru sex á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.