Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Enn eru möguleikar sameiningar kannaðir

Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson
Enn eiga sér stað sameiningaviðræður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Nú hefur verið skipuð samstarfsnefnd í Sveitarfélaginu Skagafirði sem kanna á möguleika sameiningar.

Nefndinni er ætlað að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga. Áætlað er að nefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í nóvember og að tillagan verði kynnt í desember. Stefnt er að kosningu um málið í janúar á næsta ári.

Áður hafa farið fram óformlegar viðræður sveitarfélaganna tveggja. Í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þótti við hæfi að skipa samstarfsnefnd og halda áfram með sameiningarviðræður. Stöðugreining liggur þegar fyrir sem stytta ætti verktímann og eins er samráð við íbúa hafið.