Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Berðu þig saman við frambjóðendur til Alþingis

14.09.2021 - 13:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Kosningapróf RÚV 2021 er nú opið á kosningavefnum ruv.is/x21. Þar getur almenningur borið afstöðu sína til ýmissa fullyrðinga saman við afstöðu frambjóðenda í Alþingiskosningunum 25. september.

 

„Niðurstaða prófsins getur verið vísbending fyrir óákveðna kjósnedur um hvar þeir standa í pólitíkinni og kannski byggt undir sannfæringu annarra. En þetta er auðvitað bara til gamans gert,“ segir Birgir Þór Harðarson, vefstjóri fréttastofu RÚV.

„Það er enginn einn sannleikur sem kemur úr þessu. Þarna eru spurningar um sóttvarnaaðgerðir, heilbrigðiskerfið, efnahagsmál og auðlindagjald, svo eitthvað sé nefnt,“ segir hann.

Hátt í 300 frambjóðendur tóku þátt í prófinu. Skráningarhlekkur var sendur á efstu 10 frambjóðendur á listum sem höfðu skilað RÚV nauðsynlegum upplýsingum. Skráningu frambjóðenda lauk í dag og nú gefst almenningi tækifæri að þreyta prófið.

Prófið má finna á kosningavefnum ruv.is/x21.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV