Setja sigur Raducanu á topp 10 lista yfir afrek Breta

epa09462824 Emma Raducanu of Great Britain celebrates with the championship trophy after defeating Lelyah Fernandez of Canada to win the women's final match on the thirteenth day of the US Open Tennis Championships at the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 11 September 2021. The US Open runs from 30 August through 12 September.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Setja sigur Raducanu á topp 10 lista yfir afrek Breta

13.09.2021 - 09:36
Breska tenniskonan Emma Raducanu bar um helgina sigur úr býtum í einliðaleik kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Raducanu sem er 18 ára vann um leið sinn fyrsta risatitil í tennis. Vefur breska ríkisútvarpsins, BBC gerir mikið úr sigri Raducanu í umfjöllun sinni í dag.

Raducanu er fædd 13. nóvember árið 2002 og til að setja það í samhengi að þá hafði Serena Williams unnið fimm risatitla í einliðaleik áður en Raducanu fæddist. Raducanu er nokkurs konar afsprengi alþjóðavæðingarinnar. Þó að hún sé breskur ríkisborgari er húnn fædd í Toronto í Kanada. Faðir hennar er frá Rúmeníu og móðir hennar frá Kína. Hún hefur hins vegar búið með fjölskyldu sinni í Bretlandi frá því hún var tveggja ára.

Fyrsta risamótið sem hin 18 ára gamla Raducanu lék á var á Wimbledon mótinu í sumar, en hún fékk boðsmiða á það (e. wildcard). Þar féll hún út í 4. umferð, en keppti svo á risamóti á ný núna á Opna bandaríska meistaramótinu þar sem hún gerði sér lítið fyrir og vann mótið eftir sigur á Leyluh Fernandez í úrslitum á laugardag, 6-4 og 6-3.

Eins og áður segir gerir BBC mikið úr óvæntu afreki Raducanu og setur það í 10. sæti á topplista sínum yfir bestu íþróttaafrek bresku íþróttasögunnar. Listi BBC ef eftirfarandi:

1. Sigur enska karlalandsliðsins í fótbolta á HM 1966
2. Sigur Andy Murray á Wimbledon mótinu í tennis 2013
3. Þrefaldur sigur Breta í frjálsíþróttum laugardagskvöldið 4. ágúst 2012 á Ólympíuleikunum í London. Þar vann Mo Farah 10.000 m hlaupið, Jessica Ennis sjöþrautina og Greg Rutherford langstökkið
4. Ólympíugull breska kvennalandsliðsins í hokký í Ríó 2016
5. Sigurmark Jonny Wilkinson í úrslitum HM í rugby 2003
6. Sigur Englands á Ástralíu í Ashes lotunni í krikket 2005
7. Englandsmeistaratitill Leicester City í fótbolta 2016
8. Sigur enska netboltalandsliðsins á samveldisleikunum 2018
9. Heimsmeistaratitill Dinu Asher-Smith í 200 m hlaupi á HM 2019
10. Sigur Emmu Raducanu á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis 2021