Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu hefst í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Gígja Gunnarsson - RÚV
Fyrsti dagur réttarhalda í Rauðagerðismálinu fer í að taka skýrslu af sakborningunum fjórum sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri; þremur körlum og einni konu. Einnig verður skýrsla tekin af lögreglumanni.

Einn fjórmenninganna, Angjelin Sterkaj, albanskur karlmaður á fertugsaldri, hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði með því að skjóta hann níu sinnum í höfuð og búk. Hin þrjú neituðu öll sök þegar ákæran var þingfest. 

Sjá einnig: 40 vitni og óvenju margir túlkar í Rauðagerðismálinu

Rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði er ein sú umfangsmesta í sögu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á tímabili höfðu fjórtán réttarstöðu sakbornings og níu sátu í gæsluvarðhaldi. Sakborningar gerðu lögreglu erfitt fyrir og breyttu framburði sínum ítrekað í yfirheyrslum.