Medvedev gerði út um vonir Djokovic

epa09464563 Daniil Medvedev of Russia reacts after defeating Novak Djokovic of Serbia during their men's final match on the fourteenth day of the US Open Tennis Championships at the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 12 September 2021. The US Open runs from 30 August through 12 September.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Medvedev gerði út um vonir Djokovic

12.09.2021 - 22:52
Rússinn Daniil Medvedev vann Serbann Novak Djokovic á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í kvöld. Þar með gerði hann út um vonir Djokovic að vinna alla risatitlana á sama almanaksárinu, sem enginn hefur gert síðan árið 1969. Eins verður Djokovic áfram að sætta sig við að vera jafn þeim Roger Federer og Rafael Nadal á toppnum yfir flesta sigra karla á risamóti, tuttugu talsins.

Sigur Medvedev, sem er annar á heimslistanum á eftir Djokovic, var öruggur. Hann vann öll þrjú settin gegn Djokovic 6-4. Medvedev tapaði aðeins einu setti allt mótið, gegn Hollendingnum Botic van de Zandschulp í fjórðungsúrslitum. Þetta er fyrsti risatitill Rússans á ferlinum, og náði hann að hefna ófaranna gegn Djokovic á opna ástralska mótinu fyrr á árinu.

Tengdar fréttir

Tennis

Tekst Djokovic hið ótrúlega?