Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

25 innanlandssmit í gær en eitt á landamærunum

Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Tuttugu og fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær, eitt smit greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannarvarna. Núverandi sóttvarnatakmarkanir gilda til 17. september næstkomandi

Jafnmargir voru bólusettir og óbólusettir innanlands, sá smitaði á landamærunum var óbólusettur. Tólf smitanna voru utan sóttkvíar, það eru 48%. Tekin voru 1997 sýni. Nú liggja sex á sjúkrahúsi með COVID-19, tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél.  

Nýgengi smita síðasta hálfan mánuð er 179,2 en var 190,1 í fyrradag. Heildarfjöldi tilfella frá 1. júlí er að sögn Hjördísar 4.573.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir á að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttvarnatakmörkunum um helgina.

Núverandi takmarkanir, sem meðal annars fela í sér 200 manna samkomuhámark,  tóku gildi 28. ágúst og gilda til 17. september.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:10 með tölum um hlutfall bólusettra.