Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Nýtt samfélagsnámsefni fyrir fullorðna innflytjendur

09.09.2021 - 08:04
Mynd: RÚV/Jóhannes Jónsson / RÚV
Nýtt námsefni fyrir fullorðna flóttamenn og/eða innflytjendur, Landneminn,  verður tekið í gagnið á næstunni.

Heildstætt efni nauðsynlegt

Vinnumálastofnun hefur haft umsjón með íslenskukennslu og ráðgjöf í atvinnumálum fyrir innflytjendur um árabil, en fyrir tveimur árum fékk stofnunin það verkefni frá félagsmálaráðuneytinu að hafa umsjón með að vinna  heildstætt samfélagsfræðsluefni fyrir sama hóp. Gerð námsefnis var boðin út og hefur Mímir símenntun unnið efnið, sem fékk nafnið Landneminn.  

Kennslan á móðurmáli innflytjenda

Víðtækt samráð var haft við fjölmarga eins og  Rauða krossinn , Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur, ASÍ og fleiri.  Miðað er við að kennsla efnisins taki 60 kennslustundir og er stefnt að því að nemendur fái kennsluna á sínu móðurmáli. Kennsluefnið er nú þegar aðgengilegt á sjö tungumálum. Hafliði Skúlason ráðgjafi flóttamanna hjá Vinnumálastofnun hefur haldið um þræðina í þessari vinnu síðastliðin tvö ár. Hann segir í viðtali við Spegilinn að þörfin hafi verið brýn að útbúa efnið.  

Heyra má viðtalið hér.

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV