Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

HSS tekið á móti níu sjúklingum frá Landspítala

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur tekið á móti níu sjúklingum frá Landspítalanum frá því að tíu rými voru tekin í notkun í þeim tilgangi á mánudaginn í síðustu viku. Einn hefur verið útskrifaður.

Stjórnendur binda vonir við að hægt verði að manna stöður á deildinni svo unnt sé að hafa rýmin opin í fjórar vikur. Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar, segir að rýmin skipti sköpum í því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðiskerfinu.

„Aðdáunarvert var að sjá hversu hratt starfsfólkið okkar brást við því ákalli að bjóða fram krafta sína til að gera HSS kleift að létta undir með Landspítala. Mér er mikill heiður að starfa með svona framúrskarandi fólki sem á mikið hrós skilið,“ segir Markús

Andri Magnús Eysteinsson