Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Útgöngubann á öllu Nýja Sjálandi vegna nokkurra smita

New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern delivers a speech, flanked by lawmakers, Thursday, Aug. 12, 2021, in Wellington, New Zealand. Ardern announced plans to begin a cautious reopening of New Zealand's borders to international travelers from early next year.(AP Photo/Nick Perry)
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tilkynnir hörð viðbrögð stjórnvalda við fyrstu COVID-19 smitunum í landinu um sex mánaða skeið.  Mynd: AP
Nær algjört útgöngubann var innleitt um gjörvallt Nýja Sjáland í gær eftir að einn maður greindist með COVID-19 í stærstu borg landsins, Auckland. Jacinda Ardern, forsætisráðherra, staðfesti í morgun að maðurinn hafi smitast af delta-afbrigði veirunnar og sagði sex til viðbótar hafa greinst með veiruna í kjölfarið. Þeirra á meðal er hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í borginni.

Þetta eru fyrstu COVID-smitin sem greinst hafa á Nýja Sjálandi í háflt ár, en landið hefur verið nánast lokað fólki frá öðrum löndum um margra mánaða skeið. Gerð var undantekning fyrir Ástrali í vor en sú undanþága var afnumin þegar delta-afbrigði veirunnar skaut þar upp kollinum fyrr í sumar.

Í Auckland verður útgöngubann í viku hið minnsta og það gildir líka um strandbæinn Coromandel, sem hinn smitaði heimsótti áður en hann greindist með veiruna. Aðrir landsmenn sæta þriggja daga útgöngubanni. Einungis um 20 prósent Nýsjálendinga eru fullbólusettir.