Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks

epa08292979 Polish Prime Minister Mateusz Morawiecki speaks during a press conference on the coronavirus in Warsaw, Poland, 13 March 2020. Morawiecki has announced introduction state of epidemiological threat. The Polish borders will be closed for 10 days, restaurants and pubs for 14 days.  EPA-EFE/PIOTR NOWAK POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands segir Alexander Lúkasjenka forseta Hvíta Rússlands ekki geta neytt Pólverja til að taka á móti fólkinu. 

Evrópusambandið sakar hvítrússnesk stjórnvöld um að þrýsta á flóttafólkið að leita skjóls í Litáen, Lettlandi og Póllandi með því að synja því um hæli. Stjórn Lúkasjenka geri það í hefndarskyni fyrir refsiaðgerðir sambandsins gegn ríkinu og helstu ráðamönnum þess. 

Löndin þrjú eru næstu nágrannar Hvíta-Rússlands og þúsundir flóttafólks hafa reynt að leita þar hælis undanfarna mánuði. 

Fólkið hefur verið á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands um nokkurra daga skeið og pólsk yfirvöld hafi útvegað því mat. Flóttafólkið er einkum frá Miðausturlöndum en eftir að Litáen tók að vísa þeim á brott í ágústbyrjun jókst þunginn á Lettland og Pólland. 

Ekkert landanna leyfir flóttafólkinu að sækja um hæli og hvítrússneskir landamæraverðir hleypa því ekki aftur inn í landið. Pólsk stjórnvöld eru staðráðin í að gefa ekki eftir og benda á að fólkið sé Hvíta-Rússlandsmegin landamæranna. 

Pólski herinn var kallaður til aðstoðar landamæravörðum en innanríkisráðuneyti landsins hyggst herða löggjöf þannig að auðveldari verði að vísa flóttafólki frá. Sömuleiðis á löggjöfin að gera áfrýjun brottvísana erfiðari.