Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

1,5 milljónir barna hafa misst foreldra í faraldrinum

18.08.2021 - 03:30
A woman walks at the Old Town Square in Prague, Czech Republic, Monday, March 22, 2021. A group of activists painted the crosses to criticize the government's response to the coronavirus pandemic. (AP Photo/Petr David Josek)
 Mynd: AP
Ríflega ein og hálf milljón barna missti annað eða bæði foreldri á fyrstu tólf mánuðum heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Rannsakendur rýndu í gögn um dauðsföll af völdum COVID-19 á fyrsta ári faraldursins víða um heim, svo sem í Suður-Afríku, Brasilíu, Argentínu, Rússlandi og Kólumbíu.

Út frá þeim gögnum áætluðu þeir síðan hversu hátt hlutfall hinna látnu höfðu fyrir barni eða börnum að sjá. Niðurstöðuna segja þeir afar varfærnislega áætlun og raunverulegur fjöldi munaðarleysingja af völdum farsóttarinnar því að líkindum mun meiri. 

Lesa má um rannsóknina á vef The Lancet.