Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Brýnt að Afganistan verði ekki skjól hryðjuverkamanna

epa09417423 Taliban fighters patrol in Jalalabad, Afghanistan, 17 August 2021. Taliban co-founder Abdul Ghani Baradar on 16 August  declared victory and an end to the decades-long war in Afghanistan, a day after the insurgents entered Kabul to take control of the country. Baradar, who heads the Taliban political office in Qatar, released a short video message after President Ashraf Ghani fled and conceded that the insurgents had won the 20-year war.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þjóðarleiðtogar lýsa miklum áhyggjum af því að Afganistan verði að nýju skjól fyrir hryðjuverkamenn. Beita þurfi öllum leiðum til að koma í veg fyrir að það gerist.

Vestrænir stjórnmálamenn og hernaðarskýrendur segja óumflýjanlegt að samtök á borð við Al-Kaída komi sér fyrir á þeim svæðum Afganistan þar sem stjórnleysi og upplausn ríkir í kjölfar valdatöku Talibana. 

Kínverjar segjast tilbúnir að koma á friðsamlegum tengslum við stjórn Talibana en að þeim beri að tryggja að hryðjuverkasamtök hreiðri ekki um sig í landinu að nýju.

Talibanar hétu Kínastjórn í síðasta mánuði að koma í veg fyrir það. Í skiptum býður Kínastjórn fjárhagsstuðning og aðstoð við uppbyggingu í landinu. Þjóðverjar tilkynntu í dag að þróunarhjálp við Afganistan væri lokið. 

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands brýnir fyrir vestrænum ríkjum að sameinast gegn slíkri þróun og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir öryggisráðinu bera að bæla niður hryðjuverkaógnina í Afganistan. 

 

Forystumenn virðast yfirvegaðir en óbreyttir liðsmenn síður

Forystumenn Talibana sækjast eftir viðurkenningu heimsbyggðarinnar og hafa sagt sinn einlægan vilja að koma á friði og reglu ólíkt upplausn síðustu tuttugu ára. 

Á hinn bóginn ganga óbreyttir liðsmenn fram af mikilli hörku og með ofbeldi sem er í andstöðu við hæglætislegar yfirlýsingar foringjanna. 

Sajjan Gohel, sérfræðingur við Asíu-Kyrrahafsstofnunina, bendir á að þegar hafist allt að fimm hundruð Al-Kaída liðar við í Kunar-héraði. Þeir muni reyna að fjölga í liði sínu þar. Því sé áríðandi að Pakistanir komi í veg fyrir ferðir vígamanna um landamærin.