Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ringulreið í Kabúl en þúsundir leita leiða til að flýja

epa09416070 Taliban stands guard outside the Hamid Karzai International Airport as people walk to the airport to flee the country after rumors that foreign countries are evacuating people even without visas, in Kabul, Afghanistan, 16 August 2021. Taliban co-founder Abdul Ghani Baradar Monday declared victory and end to the decades-long war in Afghanistan, a day after the insurgents entered Kabul to take control of the country. Baradar, who heads the Taliban political office in Qatar, released a short video message after President Ashraf Ghani fled and conceded that the insurgents had won the 20-year war.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Erlend ríki keppast nú við að koma borgurum sínum brott frá Afganistan. Ringulreið ríkir á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins halda neyðarfund um stöðuna í Afganistan í dag.

Mikil ringulreið ríkir á alþjóðaflugvellinum í Kabúl þar sem fólk leitar í örvæntingu leiða til að komast á brott. Fjölmargir óttast um líf sitt.

Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins hittast á rafrænum neyðarfundi í dag vegna stöðunnar í Afganistan. Allt kapp er lagt á að koma sendiráðsstarfsfólki og öðrum borgurum á brott.

AFP-fréttaveitan hefur eftir erindrekum ríkjanna að óttast sé að Talibanar grípi til hefndaraðgerða gegn afganska starfsfólkinu. 

Mörg erlend flugfélög, þar meðal British Airways, Air France og Lufthansa, tilkynntu í dag að ekki yrði lent í Kabúl enda væri ekki óhætt að fara inn í lofthelgi Afghanistan eftir valdarán Talibana. Herinn hefur nú stjórn á lofthelginni.

Hundruð Afgana í flóttahug héngu utan á og hlupu meðfram bandarískri farþegaflugvél sem var að búa sig undir flugtak fyrr í dag. Þúsundir hafa í örvæntingu reynt að finna leiðir til að komast á brott án árangurs. 

Fólk segist vera skelfingu lostið og margir óttast um líf sitt. Sögusagnir um hæli og skjól víða um heim fara eins og eldur í sinu meðal almennings í Kabúl.

Ólíkt mat leiðtoga heimsins

Emrahim Raisi, nýr forseti Írans, segir í yfirlýsingu í dag að ósigur Bandaríkjanna í Afganistan geti orðið til að tryggja frið og öryggi í landinu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að kenna megi innanríkispólítík Bandaríkjanna um ákvörðunina um brotthvarf herliðsins.

Hún segir jafnframt að brotthvarf Bandaríkjamanna hafi haft keðjuverkandi áhrif á önnur ríki alþjóðahersins sem að lokum hafi lyktað með valdatöku Talibana. Það séu skelfileg tíðindi fyrir fólk sem hafi barist fyrir mannréttindum, sérstaklega konur.    

Mat Bens Wallace, varnarmálaráðaherra Bretlands, er að valdataka Talibana megi kenna miklum mistökum af hálfu alþjóðasamfélagsins. Hann segir íhlutun vestrænna ríkja hafa verið komna skammt á veg.

„Verkefninu er ólokið og það er skylda veraldarinnar að liðsinna Afgönum,“ sagði Wallace í samtali við BBC fyrr í dag. Jafnframt segir hann tvegga áratuga íhlutun ekki hafa verið tímasóun en sakar vestræn ríki um pólítíska skammsýni.