
Vel varðveitt hræ útdauðs ljónahvolps fannst í Síberíu
Hræið fannst í ánni Semyuelyakh í Jakútíu árið 2018. Það er af kvendýri og hlaut nafnið Sparta af þeim sem fundu hræið. Ári áður fannst annar ljónahvolpur um fimmtán metrum frá, og gáfu finnendur honum nafnið Boris. Þó hvolparnir hafi fundist nærri hvorum öðrum voru þeir hvor úr sinni hjörðinni, því Boris drapst um 15 þúsund árum áður.
Good news
Feature paper published in /Quaternary/.
The Preliminary Analysis of Cave Lion #Cubs #Panthera #spelaea (Goldfuss, 1810) from the #Permafrost of #Siberia by Dr. Gennady G. Boeskorov's team.@LAMPEA_officiel @CpgSthlmTo get the full text: https://t.co/c4bvyyMDrq pic.twitter.com/HEhmgCMn8c
— Quaternary MDPI (@Quaternary_MDPI) August 10, 2021
Samkvæmt rannsókn vísindamanna á hræunum voru hvolparnir um eins til tveggja mánaða gamlir þegar þeir drápust. Hræ Spörtu var svo vel með farið að feldur hennar var nánast heill, öll innri líffæri til staðar og hauskúpa, hefur Guardian eftir Valery Plotnikov, einum vísindamannanna. Hann vonast til þess að einhver arða af móðurmjólkinni hafi varðveist í hræinu, því þá geti þeir áttað sig á matarræði ljónynjunnar.
Með hlýnandi loftslagi hefur freðmýrin í Síberíu smám saman þiðnað. Samhliða því hafa hræ löngu útdauðra dýra fundist í jörðinni, og mörg þeirra vel varðveitt. Hellaljón hafa verið útdauð í þúsundir ára.