Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan

12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Asía · Flóð · Japan · Nagasaki · Rigning · Skriðuföll · úrhelli · Veður
A street is flooded by heavy rain Friday, Oct. 25, 2019, in Narita, east of Tokyo. Torrential rain dumped from a low-pressure system hovering above Japan's main island has triggered flooding in towns east of Tokyo, prompting fears of more damage to areas already hit by typhoons earlier this month. (AP Photo/Lee Jin-man)
 Mynd: AP
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.

Meðal þeirra svæða sem gætu verið í hættu eru borgin Nagasaki og önnur svæði á eynni Kyushu í suðvesturhluta landsins. Ríkismiðillinn NHK greinir frá því að undanfarna tvo sólarhringa hafi fallið jafn mikið regn og gerist að meðaltali allan ágústmánuð.