Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Áfram strangar takmarkanir á landamærum Nýja-Sjálands

12.08.2021 - 09:42
epa08752151 New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern speaks at the New Zealand Labour party election night event in Auckland, New Zealand, 17 October 2020. Jacinda Ardern has won a second term in New Zealand's general election.  EPA-EFE/DAVID ROWLAND AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Mynd: EPA-EFE - AAP
Yfirvöld í Nýja-Sjálandi tilkynntu í gær að strangar ferðatakmarkanir á landamærunum yrðu áfram í gildi, að minnsta kosti út þetta ár. Hugsanlega yrði bólusettum ferðamönnum frá lág-áhættusvæðum gert kleift að koma til landsins án þess að sæta sóttkví snemma á næsta ári.

Jacinda Arden, forsætisráðherra landsins, sagði á blaðamannafundi í gær að gera mætti ráð fyrir að landamærin yrðu aldrei eins og þau voru áður en faraldurinn skall á.

Ný-Sjálendingar hafa viðhaldið ströngum takmörkunum á landamærum allan þann tíma sem faraldurinn hefur geisað, og ferðamenn skyldaðir í sóttvarnarhús við komuna til landsins. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld brugðist við minnstu útbreiðslu smita með útgöngubanni á afmörkuðum stöðum. 26 hafa látist af völdum COVID-19 á Nýja-Sjálandi, færri en á Íslandi, og nú eru 165 dagar frá því að síðast greindist samfélagssmit í landinu.