Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Tveimur deildum á leikskólanum Tjörn lokað vegna smita

11.08.2021 - 10:04
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Tveimur yngstu deildunum á leikskólanum Tjörn í Reykjavík hefur verið lokað eftir að tvö börn greindust með COVID-19. Rúmlega fjörutíu þriggja ára börn eru í sóttkví og sjö starfsmenn.

Deildirnar eru í sitthvoru húsinu, önnur í Öldukoti og hin í Tjarnarborg. Þar sem enginn samgangur hefur verið milli húsa er talið víst að þau komi úr sitt hvorri áttinni. Þetta staðfestir Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri Tjarnar við fréttastofu. Hún segir að foreldrar taki fregnunum vel og samvinnan sé góð. Börnin á Tjarnarborg fari í sýnatöku á föstudag og losni þá vonandi úr sóttkví en börnin á Öldukoti hafi hafið sína sóttkví dag.
 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV