Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Yfir 4,3 milljónir látnar af völdum faraldursins

epa09407614 Health personnel receive suspected covid-19 patients outside the National Cardiopulmonary Institute (El Torax), in Tegucigalpa, Honduras, 09 August 2021. The actual number of deaths caused by covid-19 in Honduras to date could be twice as much as the 8,000 registered deaths in the official balance, the president of the country's Funeral Association, Edwin Lanza, tells Efe.  EPA-EFE/Gustavo Amador
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Kórónuveiran hefur orðið ríflega 4,3 milljónum jarðarbúa að aldurtila frá því hennar varð fyrst vart í Kína í desember 2019. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir fjölda andláta vera vanmetinn.

Yfir 203 milljónir tilfella hafa verið skráð á heimsvísu og langflest smitaðra hafa náð sér. Þó eru fjölmörg dæmi þess að fólk hafi fundið fyrir margvíslegum einkennum vikum og mánuðum saman.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt AFP-fréttaveitunnar sem birt var í morgun. Tölurnar byggja á heilbrigðisyfirvöldum hvers lands fyrir sig en undanskilja endurskoðun annarra tölfræðistofnana.

Þær tölur sýna mun fleiri andlát af völdum COVID-19 en mat Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er að þrisvar til fjórum sinnum fleiri hafi fallið í valinn en opinberar tölur sýna. 

Jafnframt skortir tölur um fjölda þeirra sem hafa lítil eða engin einkenni þrátt fyrir að víða um lönd hafi aukinn kraftur færst í sýnatökur. 

Í gær, mánudaginn 9. ágúst, var tilkynnt um tæplega 626 þúsund ný tilfelli um heim allan og 8.556 andlát. Flest voru dauðsföllin í Indónesíu, Rússlandi og í Íran. Langflest hafa látist í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Hlutfall andláta af fólksfjölda er hæst í Perú. 

Þar í landi hafa 598 hverra 100 þúsund íbúa látist af völdum sjúkdómsins, í Ungverjalandi 311 og Bosníu-Herzegóvínu er hlutfallið 295 af hverjum 100 þúsundum.