Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Frakkar búa sig undir fjölda fjölmennra mótmæla

epa09397625 Figure of the French 'Gilets Jaunes' (yellow vest) movement Jerome Rodriguez speaks during a protest by antivax and anti COVID-19 health pass demonstrators outside the Constitutional Council, the final institution deliberating on the validation of the health pass rollout across France, 05 August 2021. The French government is vying to extend the use of its Vaccinal Passeport, dubbed 'health pass' or 'sanitary pass' (a QR code which proves the bearer has received full vaccination, or been tested negative for Covid in the last 72 hours) to cultural place, transport, restaurants among other places, after Covid-19 infections soared due to the more infectious Delta variant. The national enforcement of the Vaccinal passport is expected on 09 August, pending validation from the constitutional council.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
Jerome Rodriguez, virkur baráttumaður í röðum Gulvestunga, ávarpar mótmælendur utan við stjórnlagadóm Frakklands, þegar þar var verið að fjalla um - og staðfesta - lögmæti hins svokallaða heilsupassa, sem veitir bólusettum meiri réttindi en óbólusettum á ýmsum sviðum. Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla í Frakklandi býr sig undir mótmælagöngur og -fundi á allt að 140 stöðum í landinu í dag. Fjórir þessara mótmælafunda verða haldnir í París og er reiknað með miklu fjölmenni á tveimur þeirra en færri á hinum. Um 3.000 lögreglumenn eru í startholunum í höfuðborginni.

Á vef frönsku sjónvarpsstöðvarinnar BFM TV segir að einnig sé búist við að mótmælendur skipti þúsundum í fjölmörgum borgum öðrum, svo sem Montpellier, Toulon, Bordeaux, Perpignan og Nice.

Mótmæla bólusetningarskyldu og bólusetningarpassa

Öll beinast mótmælin að sama máli: Aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 og allra helst að nýsamþykktri löggjöf um skyldubólusetningu ákveðinna starfsstétta og svokallaðan COVID- eða heilsupassa.

Passinn sá veitir bólusettum meiri rétt en óbólusettum á ýmsum sviðum, svo sem til að nota almenningssamgöngur og njóta grímulausra samvista við meðborgarana inni á veitinga- og skemmtistöðum, söfnum, kvikmyndahúsum og öðrum opinberum stöðum.

Allt að 200.000 mótmæltu fyrir viku

Innanríkisráðuneytið franska áætlar að 150.000 -- 200.000 manns hafi tekið þátt í sams konar mótmælum fyrir viku. Stjórnlagadómstóll Frakklands komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að lögin um heilsupassann, sem taka gildi á mánudag, standist stjórnarskrá landsins.