Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Víða rigning en hlýtt í veðri

05.08.2021 - 07:02
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Veðurstofan spáin hægri breytilegri átt og skúrum eða rigningu víða næstu daga, en þó minna á annesjum í kvöld og annað kvöld.

Þá má búast við þokubökkum við strendur, sérstaklega að næturlagi. Hlýtt er í veðri og í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni kemur fram að búast megi við að hlýni enn frekar eftir helgina. 

Við gosstöðvarnar ríkir hæg suðaustlæg eða breytileg átt, því eru líkur á að gas geti safnast upp í landslagi. Mengun gæti því mælst á Reykjanesi, austanmegin við gosstöðvarnar, og á norðanverðu Reykjanesi.