Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tveir særðir eftir skotárás í Linköping

05.08.2021 - 19:17
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Tveir eru særðir eftir skotárás í sænsku borginni Linköping í kvöld. Hleypt var af skotum í hverfinu Berga um klukkan sjö í kvöld og urðu tveir yngri menn fyrir skotum. Þeir hafa verið fluttir á sjúkrahús og er ástand þeirra alvarlegt.

Þetta er þriðja skotárásin í Berga-hverfinu á skömmum tíma. Kona sem sænska ríkissjónvarpið ræðir við segir hverfið ekki hafa verið öruggt í tíu ár.

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV