Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Finnar hefja bólusetningar barna í næstu viku

05.08.2021 - 14:06
epa09023186 Finnish Prime Minister Sanna Marin (L) and Estonian Prime Minister Kaja Kallas (R) pose for a photo as they meet at the House Kesäranta in Helsinki, Finland, 19 February 2021.  EPA-EFE/MAURI RATILAINEN
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Mynd: EPA-EFE - COMPIC
Finnska ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hefja bólusetningar á börnum, 12 til 15 ára, gegn COVID-19 í næstu viku. Finnska ríkisstjórnin fundaði um sóttvarnaaðgerðir í dag. Á fundinum fékkst þá grænt ljós á svokallaða heilsupassa sem hafa þegar verið teknir í notkun víðar í álfunni, meðal annars í Danmörku og í Frakklandi. Undirbúningur heilsupassans er hafinn en vonir eru bundnar við að með heilsupassanum verði hægt að lágmarka takmarkanir innanlands.

Frá þessu er greint á vef finnska ríkisútvarpsis, YLE. Jafnframt var tekin ákvörðun um að skerða opnunartíma veitingastaða á afmörkuðum svæðum í Finnlandi þar sem veiran hefur verið í mikilli útbreiðslu. Þar var einnig sett á dans- og söngbann en óttast er að kórónuveiran dreifi sér örar við slíkan gleðskap. 

Munu ekki bjóða upp á þriðja bóluefnaskammtinn strax

Hanna Sarkkinen, félagsmála- og heilbrigðisráðherra Finnlands, sagði að ekki stæði til að bjóða upp á þriðja skammt bóluefnis fyrr en niðurstöður alþjóðlegra rannsókna liggja fyrir.