Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Erilsamur sólarhringur í sjúkraflutningum

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöld og í nótt. Það fór í alls 169 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring, þar af voru 57 flutningar á sjúklingum með COVID-19.

Fjölbreytt verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnt ólíkum útköllum frá því í gærkvöld. Tilkynnt var um reiðhjólaslys á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Kona hafði dottið af hjólinu og hlotið áverka á andliti og á hendi. Var hún þá flutt á bráðadeild til aðhlynningar. 

Lögreglan handtók mann í gærkvöld sem var í annarlegu ástandi á veitingastað. Maðurinn er grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og þjófnað. Var hann vistaður í fangageymslu á meðan rannsókn málsins fer fram. 

Þá sinnti lögreglan tveimur verkefnum í nótt sem sneru að ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla stöðvaði jafnframt tvær bifreiðar eftir hraðamælingu, í öðru tilvikinu reyndist ökumaðurinn vera 17 ára. Málið var afgreitt með forráðamanni ökumannsins.