Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Valur náði fjögurra stiga forystu á toppnum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Valur náði fjögurra stiga forystu á toppnum

04.08.2021 - 20:13
15. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með þremur leikjum og dró til tíðinda bæði í topp- og fallbaráttu. Valsmenn lögðu KR-inga í stórleik umferðarinnar á meðan HK og Stjarnan unnu mikilvæga sigra í fallbaráttunni.

Valur - KR 1-0

Mikið var í húfi í þessum stórleik umferðarinnar. KR ingar gátu með sigri komist upp í þriðja sæti í tveggja stiga seilingarfjarlægð við topplið Vals. Mikil barátta var í fyrri hálfleik. KR ingar voru sterkari framan af en Valsmenn náðu svo yfirhöndinni.

KR ingar byrjuðu seinni hálfleikinn einnig betur en bæði lið fengu fín færi til að skora. Kristján Flóki Finnbogason komst einn á móti Hannesi Þór Halldórssyni markmanni Vals sem varði frá honum þegar Flóki hefði geta sent boltann á Kjartan Henry Finnbogason sem var í opnu færi. Þá átti Birkir Heimisson stangarskot fyrir Valsmenn sem voru þó líklegri til að skora. Það var svo Tryggvi Hrafn Haraldsson sem braut ísinn og kom Val yfir á 74 .mínútu eftir góðan undirbúning Kristins Freys Sigurðssonar.

1-0 urðu lokatölur á Valsvelli og með sigrinum juku Valsmenn forystu sína á toppi deildarinnar í fjögur stig. Valur er með 33 stig á toppnum en Víkingur í 2. sæti með 29 stig. KR er í 5. sæti eð 26 stig, jafnmörg stig og KA og Breiðablik sem eru í sætunum fyrir ofan. KR ingar eru með 25 stig og nú lentir átta stigum á eftir toppliði Vals.

Stjarnan - ÍA 4-0

Úrhellisrigningu gerði á höfuðborgarsvæðinu í þann mund sem leikir kvöldsins hófst og engu líkara er en að það hafi verið vísir að markaflóði. Skagamenn sem eru í botnsæti deildarinnar hefðu með sigri á Stjörnunni gátu komist í eins stigs fjarlægð við Stjörnuna sem var fyrir leikinn með 13 stig í 10. sæti.

Eggert Aron Guðmundsson kom Stjörnunni yfir strax á 5. mínútu, Hilmar Árni Halldórsson  jók forystuna í 2-0 á 24. mínútu og Magnus Anbo bætti þriðja markinu við á 41. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og stefndi í að það yrðu lokatölur en Magnus Anbo bætti öðru marki sínu við á fjórðu mínútu uppbótartíma og innsiglaði 4-0 sigur Stjörnunnar.

Með sigrinum komst Stjarnan upp í 9. sæti þar sem liðið er nú með 16 stig, en þó aðeins þremur stigum frá fallsæti.

FH - HK 2-4

Leikur FH og HK fór vægast sagt fjörlega af stað og skoruðu liðin fjögur mörk á fyrstu 30 mínútunum. Jónatan Ingi Jónsson kom FH yfir strax á fyrstu mínútu en Birnir Snær Ingason jafnaði fyrir HK fjórum mínútum síðar. HK menn efldust við þetta og Arnþór Ari Atlason kom HK yfir 2-1 á 17. mínútu en heimamenn í Hafnarfirði en Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði fyrir FH í 2-2 á 30. mínútu.

En fimmta markið kom fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Birnir Snær bætti sínu öðru marki við á annarri mínútu uppbótartíma og HK var 2-3 yfir í hálfleik. Atli Arnarson náði tveggja marka forystu fyrir HK á 54. mínútu og innsiglaði 2-4 sigur því mörkin urðu ekki fleiri.

Með sigrinum komst HK í 13 stig en er þó enn í fallsæti, þó aðeins tveimur stigum á eftir Fylki sem er í 10. sæti með 13 stig.

STAÐAN Í PEPSÍ MAX DEILD KARLA

Tengdar fréttir

Fótbolti

Heitt í kolunum í jafntefli Fylkis og Leiknis

Fótbolti

Hallgrímur skoraði bæði mörk KA í sigri á Keflavík