Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ólafur Kram - nefrennsli/kossaflens

Mynd: póstdreifing / nefrennsli/kossaflens

Ólafur Kram - nefrennsli/kossaflens

04.08.2021 - 09:30

Höfundar

Fyrsta plata og frumburður hljómsveitarinnar Ólafs Kram, sigursveitar Músíktilrauna í ár, er sex laga þröngskífa sem fékk nafnið - nefrennsli/kossaflens og hefur verið í smíðum í tvö ár.

Sveitin er skipuð á plötunni þeim Iðunni Gígju Kristjánsdóttur á hljómborð, Guðnýju Margréti Eyjólfs á bassa, Birgittu Björg Guðmarsdóttur á trompet og Eydísi Kvaran gítarleikara, sem skipta með sér söngskyldum, en Alda Særós Bóasdóttir spilar á trommur.

Sveitin var stofnuð fyrir tveimur árum síðan og hefur verið virk í tónleikahaldi í grasrótarfélagsskapnum póst dreifingu. Plötuna segja þær vera súrrealískt ferðalag á milli pönks og drauma þar sem mörkin á milli drauma og martraða eru ekki alltaf skýr. Texta sveitarinnar segja þær vega salt á milli rómantíkur og ljótleika.

Plata Ólafs Kram - nefrennsli/kossaflens er plata vikunnar á Rás 2 og var spiluð í heild sinni á frídegi verslunarmanna auk þess að vera aðgengileg í spilara.