Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Menningarnótt aflýst

04.08.2021 - 12:44
Mynd með færslu
 Mynd: Reykjavíkurborg - RÚV
Neyðarstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa öllum viðburðum Menningarnætur, sem átti að fara fram 21. ágúst. Þetta er annað árið í röð sem Menningarnótt verður ekki með hefðbundnum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að eftir ítarlega skoðun og umræðu hafi verið einhugur í neyðarstjórn um að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu COVID-19 smita og óvissu um áhrif delta-afbrigðisins á börn, unglinga og aðra viðkvæma hópa.

Menningarnótt hefur verið með fjölmennustu samkomum landsins síðasta aldarfjórðunginn, síðan hún var fyrst haldin árið 1996.