Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lestarslys í Tékklandi, þrír látnir

04.08.2021 - 10:44
epa09393969 Rescuers at the scene of a train crash near the city of Domazlice, Czech Republic, 04 August 2021. According to state media citing firefighters, at least three people died and 38 were injured when a train coming from Munich and a local train collided.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þrír eru látnir eftir að tvær járnbrautarlestir rákust á í morgun í þorpinu Milavce í vesturhluta Tékklands. Tugir slösuðust, að því er ríkislögreglan greindi frá á samfélagsmiðlum.

Slysið varð laust eftir klukkan átta að staðartíma. Önnur lestin var að koma frá München í Þýskalandi á leið til Plzen í Tékklandi. Hin var í hefðbundnum innanlandsakstri. Að sögn tékkneskra miðla voru fjórir alvarlega slasaðir farþegar fluttir á sjúkrahús með þyrlum. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV