Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fjórir lagðir inn með COVID-19 - Jafnmargir útskrifaðir

04.08.2021 - 15:11
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Fjórir sjúklingar voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna COVID-19 sýkingar.

Alls liggja nú 16 á spítalanum vegna sjúkdómsins, 15 eru á legudeildum og er nú einn á gjörgæslu. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga er sá sami og fyrir gærdaginn þar sem að fjórir voru útskrifaðir af spítala í gær.

Á covid-göngudeild eru nú 1.351 í eftirliti en þar af eru 229 börn.

Einn telst rauður samkvæmt litaflokkunarkerfi deildarinnar og eru 17 gulir. Tuttugu starfsmenn spítalans eru í einangrun, tuttugu til viðbótar eru í sóttkví A og 114 starfsmenn eru um þessar mundir í vinnusóttkví. 44 starfsmenn bættust við í vinnusóttkví á milli daga og fimm í sóttkví A.
 

Andri Magnús Eysteinsson