Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ástralskir ólympíufarar með dólg á heimleið 

epa09345737 The Olympic Rings are seen in front of the National Stadium, the main stadium of the 2020 Tokyo Olympic Games, in Tokyo, Japan, 15 July 2021. The pandemic-delayed 2020 Summer Olympics are schedule to open on July 23 with spectators banned from most Olympic events due to COVID-19 surge.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA

Ástralskir ólympíufarar með dólg á heimleið 

04.08.2021 - 09:47
Ástralskir íþróttamenn sem flugu heim á leið frá ólympíuleikunum í Tókýó gær eru til rannsóknar fyrir drykkjuskap og dólgslæti um borð í flugvél Japan Airlines. Fararstjóri ástralska ólympíuhópsins segir hegðun umræddra íþróttamanna með öllu óásættanlega.

Um er að ræða liðsmenn í fótbolta- og ruðningsliðum karla frá Ástralíu. Voru leikmennirnir illa ölvaðir um borð í vélinni, sýndu af sér dólgsskap og köstuðu upp, öðrum farþegum til mikilla óþæginda. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að flug frá Tókýó til Sidney tekur tíu klukkustundir.

Formleg kvörtun frá flugfélaginu

Ian Chesterman, fararstjóri ástralska ólympíuhópsins er æfur yfir hegðun landa sinna og segir afleitt að nokkrir einstaklingar kasti með framferði sínu rýrð á orðspor alls ástralska liðsins. Hann staðfesti um leið að áströlsku ólympíunefndinni hefði borist skrifleg kvörtun frá Japan Airlines vegna hegðunar íþróttamannanna um borð. 

Í bréfinu frá flugfélaginu kom fram að íþróttamennirnir hefðu drukkið án afláts, neitað að verða við tilmælum áhafnarmeðlima um að setjast og haga sér og áreitt aðra farþega ítrekað með almennum leiðindum. 

Grímulaus dólgsskapur

Var því ennfremur haldið fram að umræddir íþróttamenn hefði látið greipar sópu um vínskáp flugvélarinnar þegar áhöfnin neitaði að afgreiða þá um meira áfengi, en um það gat Chesterman ekkert sagt. Hitt liggur fyrir að flugdólgarnir voru grímulausir með öllu allan tíma sem er ekki til að bæta málsstað þeirra.

Alls voru 49 íþróttamenn frá Ástralíu í umræddu flugi en dólgarnir eru allir úr fótbolta- og ruðningsliðunum, sem fyrr segir. Sagði Chesterman að íþróttasambönd umræddra íþrótta myndu ákvarða hæfilega refsingu dólgunum til handa.  

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Viðburðaríkum tíunda degi Ólympíuleikanna lokið

Ólympíuleikar

Lærisveinar Vésteins náðu í Ólympíugull og silfur

Ólympíuleikar

Hlutfallslega mjög fá smit tengd Ólympíuleikunum