Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þjóðvegur lokaður vegna skógarelds

03.08.2021 - 14:53
epa09392005 A man watches the wildfire burning at Varybobi, northeastern suburb of Athens, Greece, 03 August 2021. The wildfire that broke out in a forest in the Varybobi area on August 3rd spread quickly due to the dry conditions, despite the lack of strong winds and the efforts of fire-fighting forces to contain it quickly. There are 60 fire-fighters with 20 vehicles, two teams of fire fighters on foot and four helicopters and four aircraft, including a Beriev 200, deployed to put out the fire. The police have stopped the movement of vehicles on the Tatoiou Road between Kymis Avenue and Erithrea Road, on Erithrea Road between the Varybobi bridge and on Tatoiou from Parnithos Road (Ippokratios Politia).  EPA-EFE/YANNIS KOLESIDIS
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Aðalþjóðvegurinn milli Aþenu, höfuðborgar Grikklands, og suður- og norðurhluta landsins lokaðist í dag vegna skógarelds. Í tilkynningu frá almannavörnum landsins segir að eldurinn breiðist út við rætur fjallsins Parnitha, um þrjátíu kílómetra norðan við borgina. Fimm þyrlur, fjórar slökkviflugvélar og 35 dælubílar eru á vettvangi. Rúmlega eitt hundrað slökkviliðsmenn eru þar við störf. 

Yfir þrjú þúsund hektarar gróðurlendis hafa brunnið í grennd við borgina Patras frá því á laugardag. Slökkviliðsmönnum tókst að ná tökum á eldunum í gær. Þá hafa gróðureldar logað á eyjunni Rhodos síðan á sunnudag. 

Að sögn almannavarna var tilkynnt um 1.584 elda í Grikklandi í júlí. 116 eldar hafa komið upp síðastliðinn sólarhring. Hitabylgja ríkir í landinu þessa dagana, sú versta síðan árið 1987. Spáð er allt að 45 stiga hita í þessari viku. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV