Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Slakað á sóttvörnum í Skotlandi

03.08.2021 - 14:01
epa09183767 Scotland's First Minister and leader of the Scottish National Party (SNP), Nicola Sturgeon celebrates being declared the winner of the Glasgow Southside seat at Glasgow counting centre in the Emirates Arena in Glasgow, Britain 07 May 2021. People in Scotland headed to the polls on 06 May to elect 129 members of the Scottish Parliament. The vote count began on 07 May and the final results are expected to be announced on 08 May.  EPA-EFE/ROBERT PERRY
 Mynd: EPA
Flestar sóttvarnareglur verða afnumdar í Skotlandi á mánudaginn kemur, níunda ágúst, að því er Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra landshlutans, staðfesti í dag.

Meðal annars verða fjarlægðartakmarkanir felldar niður. Þá þarf fólk ekki lengur að fara í sóttkví hafi það komið í námunda við veirusmitað fólk. Grímuskylda verður þó við lýði á vissum stöðum, svo sem í almenningsfarartækjum og verslunum, að sögn ráðherrans.

Sturgeon vonast til þess að daglegt líf fari að komast í hefðbundið horf að nýju, en varar þó við því að löng barátta við kórónuveiruna sé fram undan. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV