Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Síðdegisskúrir á landinu í dag

03.08.2021 - 07:52
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Líkur eru á lítilsháttar rigningu af og til til miðnættis annaðkvöld og allvíða verða síðdegisskúrir. Áfram verður hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður hiti á bilinu 8 og átján stig.

Í höfuðborginni verður hæg suðaustlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta. Hiti verður 10 til 15 stig.

Ólöf Rún Erlendsdóttir