Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ráðist að heimili varnarmálaráðherra Afgana

03.08.2021 - 23:04
epa09392372 Afghan security officials stand guard on a road leading to the scene of a huge explosion in Kabul, Afghanistan, 03 August 2021. A powerful explosion hit the Kabul's green zone where most of the foreign missions and government buildings are located.  EPA-EFE/JAWED KARGAR BEST QUALITY AVAILABLE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fjórir létu lífið og ellefu til viðbótar slösuðust í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöldm þegar að árásarmenn sprengdu bílasprengju og hleyptu af byssum sínum í árás að heimili varnarmálaráðherra landsins.

Fjölskylda ráðherrans, Bismillah Khan Mohammadi, var heima en og komust ómeidd í skjól. Ráðherrann sjálfur var ekki heima þegar árásin var gerð. Bandaríkjastjórn hefur sagt að líkur séu á að Talíbanar hafi staðið að baki árásinni.

BBC greinir frá því að árásarmennirnir hafi verið skotnir til bana

Andri Magnús Eysteinsson