Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lögregluþjónn lést við Pentagon

03.08.2021 - 21:32
epa09392398 Police and officials work at the scene of a shooting in the Metro bus station outside the Pentagon in Arlington, Virginia, USA, 03 August 2021. One Pentagon officer was killed and others have been reported injured at the shooting which put the Pentagon on lockdown.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregluþjónn lést í dag eftir átök fyrir utan Pentagon, höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Fréttastofa AP greinir frá að lögregluþjónninn, sem starfaði fyrir Pentagon-lögregluna, hafi verið stunginn til bana  við strætisvagnastöð rétt utan við bygginguna í Arlington-sýslu í Virginíu. 

Starfsmönnum Pentagon var skipað að vera í skjóli í rúma klukkustund á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Á blaðamannafundi í Varnarmálaráðuneytinu í dag neitaði Woodrow Kusse yfirmaður lögreglunnar í Pentagon að staðfesta að lögreglumaður lægi í valnum.

Hann greindi þó frá því að dauðsföll hafi orðið eftir að ráðist hafi verið á lögreglumann á strætisvagnastöð. Skotum hafi verið hleypt af. Kusse sagði að bandaríska alríkislögreglan færi fyrir rannsókn málsins.
 

 

Andri Magnús Eysteinsson