Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hádegisfréttir: Stærsta bylgja COVID-19 til þessa

03.08.2021 - 12:04
108 smit greindust hér á landi í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki ætla að leggja til minnisblað til ráðherra um aðgerðir. Það sé alfarið í höndum stjórnvalda að taka ákvörðun um það hvernig þau bregðist við stærstu bylgju kórónuveirufaraldursins til þessa.

 

Heilbrigðisráðherra segir engar takmarkanir í gildi fyrir skólastarf í haust og að undirbúningur ætti að miðast við það. 

Þrátt fyrir mikla útbreiðslu smita stendur ekki til að opna farsóttarhús á landsbyggðinni. 265 íbúar á landsbyggðinni eru smitaðir af kórónuveirunni og enn fleiri í sóttkví

Á sjötta þúsund manns berjast við skógarelda í suður- og suðvesturhluta Tyrklands. Þeir hafa orðið að minnsta kosti átta að bana.

Norðmaðurinn Karsten Warholm varð í nótt Ólympíumeistari í 400 m grindahlaupi karla á nýju heimsmeti, Warholm er fyrstur til að hlaupa greinina á undir 46 sekúndum. 
 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV