Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dauðsföllum af völdum COVID-19 fjölgar í Afríku

03.08.2021 - 15:04
epa08970995 ILS Officer Jocelyn Johnson (R) and ALS officer Sharon Motsepe (L) run a drill with a dummy as they continue to keep their skills high as they man the shift of the Tshwane Emergency Services SIU (Special Infections Unite) ambulance, in Pretoria,  South Africa, 28 January 2021.  The ambulance and its crew are tasked with transporting Covid-19 patients from their houses to hospitals and doing inter hospital transfers.  The SIU Ambulance is equipped with a negative pressure isolation chamber which ultimately allows patients to be scanned in the chamber without exposing staff to COVID-19.  EPA-EFE/KIM LUDBROOK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Dauðsföllum af völdum COVID-19 hefur fjölgað hratt í Afríku á síðustu fjórum vikum og 80 prósentum fleiri létu lífið en á fjórum vikum þar á undan. Dauðsföll eru flest í suðurhluta álfunnar en smitum fjölgar nú hraðar en áður í að minnsta kosti fimmtán Afríkuríkjum.

Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði fyrir helgi að delta-afbrigðið hefði reynst mun skæðara í Afríku en fyrri afbrigði veirunnar. Engum heimshluta stafaði jafnmikil hætta af heimsfaraldrinum eins og Afríku.

Aðeins um 1,5 prósent Afríkubúa eru fullbólusett og heimsálfan reiðir sig einna mest á dreifingu bóluefna í gegnum alþjóðlega bóluefnasamstarfið COVAX.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skuldbundið sig til að styðja ríki til að bólusetja að minnsta kosti tíu prósent íbúa fyrir lok september en óttast er að það markmið náist í fæstum Afríkjuríkjum. Í Afríku eru að meðaltali gefnar 3,5-4 milljónir bóluefnaskammta í hverri viku, en til að ná markmiðinu þyrfti að bólusetja að minnsta kosti 21 milljón vikulega.