Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

108 smit í gær og 70 utan sóttkvíar

Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
108 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær, þar af voru 70 utan sóttkvíar. Einn einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús í gær. Nú liggja 16 inni á sjúkrahúsi með veiruna. Af þeim sem smituðust í gær voru 54 fullbólusettir, 45 óbólusettir og 2 sem höfðu hafið bólusetningu.

Aðeins eitt smitanna greindist á landamærum. Nýgengi smita innanlands er nú 377.

Nú eru 1.304 í einangrun og 1.937 eru í sóttkví.

 

Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá upplýsingafundi dagsins:

 
Ólöf Rún Erlendsdóttir