Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Yfir 300 látnir í flóðum í Kína

02.08.2021 - 12:03
Erlent · Asía · Flóð · Hamfarir · Kína
epaselect epa09356174 People walk in the flooded road after record downpours in Zhengzhou city in central China's Henan province Tuesday, July 20, 2021 (issued 21 July 2021). Heavy floods in Central China killed 12 in Zhengzhou city due to the rainfall yesterday, 20 July 2021, according to official Chinese media. Over 144,660 people have been affected by heavy rains in Henan Province since July 16, and over 10,000 had to be relocated, the provincial flood control and drought relief headquarters said Tuesday.  EPA-EFE/FEATURECHINA CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Yfirvöld í kínverska héraðinu Henan hafa tilkynnt að alls hafi nú 302 hið minnsta látist í mannskæðum flóðum í héraðinu í síðasta mánuði.

Miklar úrhellisrigningar í Henan ullu hamfaraflóðunum og varð ástandið einna verst í borginni Zhengzhou, svo mikil var rigningin að á þremur dögum hafði rignt niður því sem jafngildir ársúrkomu á staðnum. Jarðlestagöng í borginni fylltust af vatni og hrifsaði vatnsstraumurinn fólk með sér. Nærri 9.000 heimili eru eyðilögð eftir flóðin sem hafa haft einhver áhrif á yfir 13 milljónir manna.

Borgarstjóri Zhengzhou, Hou Hong, staðfesti á blaðamannafundi í dag að 39 til viðbótar hafi fundist látin í bílastæðakjöllurum í borginni.
 

Andri Magnús Eysteinsson